Oddur Rúnar segir skilið við NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Bakvörðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson hefur sagt skilið við Njarðvík í Subwaydeild karla. Oddur lék 23 leiki með Njarðvík á leiktíðinni en hann var einnig á mála hjá félaginu tímabilin 2015-2016, 2016-2017 og 2017-2018.

Í snörpu spjalli við umfn.is sagði Oddur: „Það er alltaf geggjað að vera í Njarðvík en ákvörðunin mín um að fara er mest vegna tíma í akstri og svo er það full vinna, nám og fjölskyldan.

Hvar Oddur stingur niður bolta á næstu leiktíð á enn eftir að koma í ljós en Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar Oddi velfarnaðar í sínum verkefnum og þakkar leikmanninum fyrir samstarfið.