Nýtt starfsár yngri flokka hefst mánudaginn 30. september samkvæmt æfingatöflu. Æfingataflan var kynnt um miðjan mánuðinn en hefur tekið nokkrum breytingum síðan. Það er ekki hlaupið að því að setja saman æfingatöflu sem hentar öllum þar sem við höfum takmarkaðan tíma í Reykjaneshöll. Við munum í haust og vetur bjóða uppá fasta æfingatíma í Reykjaneshöll á sunnudögum fyrir elstu iðkendurnar með því móti getum við fjölgað æfingum.
Búið er að opna fyrir skráningar í Skráningarkerfi UMFN og þá eru allar skráningarupplýsingar að finna á Skráningar
Við viljum vekja athygli foreldara og forráðamanna að nú er hver starfandi flokkur hjá okkur komin með sína upplýsingasíðu á síðu deildarinnar á umfn.is undir Flokkar. Þar er hægt að fá allar upplýsingar varðandi hvern flokk fyrir sig, þar eru tenglar inná síður og mót. Vonandi einfaldar þetta við leit af upplýsingum um starfsemi flokksins.
Við bjóðum alla ikendur okkar velkomna til starfa á ný og að sjálfsögðu einnig alla nýja iðkendur.
NJARÐVÍK knattspyrnudeild
Afreksbraut 10. 260 Reykjanesbæ
s 421 1160 (skrifstofa) / fs 862 6905 (framk.stjóri) / njardvikfc@umfn.is
Leikgleði, samvinna, dugnaður