Nýtt starfsár yngri flokka knattspyrnudeildar hefjast mánudaginn 25. september nk og opnað hefur verið fyrir skráningar á skráningarsíðu UMFN. Æfingar verða í Reykjaneshöll nema annað sé tekið fram á æfingatöflu. Þórir Rafn Hauksson hefur verið ráðin yfirþjálfari deildarinnar og mun hann sinna því sem snýr að starfsemi flokkanna.
Eftirtaldir þjálfarar munu vera með flokkanna.
3. Flokkur drengja árgangur 2002 – 2003 Þórir Rafn Hauksson
4. Flokkur drengja árgangur 2004 – 2005 Jón Ásgeir Þorvaldsson
5. Flokkur drengja árgangur 2006 – 2007 Guðni Erlendsson
6. Flokkur drengja árgangur 2008 – 2009 Ingi Þór Þórisson
7. Flokkur drengja árgangur 2010 – 2011 Freyr Brynjarsson
8. Flokkur árgangur 2012 – 2013 Freyr Brynjarsson
Æfingatöfluna fyrir veturinn 2017-18 er að finna hér Æfingatafla . Við áskiljum okkur rétta til að gera breytingar á henni ef þarf með.
Allar skráningarupplýsingar eru að finna hér Skráningarupplýsingar og Skráning.
Upplýsingasíða 8. flokks á Facebook
Mynd/ Þjálfarahópurinn fyrir næsta starfsár