Nýr leikmaður Luka JagacicPrenta

Fótbolti

Njarðvík hefur samið við króatíska miðjumanninn Luka Jagacic fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar. Luka þekkir vel til á Íslandi og Inkasso deildarinnar því hann spilaði með Selfossi við góðan orðstýr frá 2013 til 2015 þar sem hann spilaði 56 deildar- og bikarleiki og skoraði sjö mörk. Hann var meðal annars leikmaður ársins á Selfossi árið 2014.

Luka sem er 28 ára kemur til okkur frá NK Varazdin í Króatíu. Á sínum ferli hefur hann Luka leikið með HMK Gorica í króatísku fyrstu deildinni og NK Varazdin í úrvalsdeildinni í Króatíu.

Luka á 15 leiki og hefur skorað eitt mark með yngri landsliðum Króata. Hann mun koma til liðs við okkur uppúr mánaðarmótum.