Nýr leikmaður Birkir Freyr SigurðssonPrenta

Fótbolti

Fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Njarðvík á þessu undirbúningstímabili er Birkir Freyr Sigurðsson sem kemur til okkar frá Reyni Sandgerði. Birkir Freyr er 24 ára og á að baki 132 leiki og gert 22 mörk í þeim fyrir Reynir.

Birkir Freyr hefur áður komið við sögu hjá okkur því hann lék með okkur í 3. og 2. flokki. Einnig hefur hann sótt sér konu hingað inní Njarðvík og þau eru að hefja búskap á Þórustígnum á nýju ári, fer ekki nær því að verða orginal.

Hvað segir Rafn Vilbergsson þjálfari
Það er mikill fengur fyrir Njarðvík að fá Birki Frey inn í félagið. Hann er örfættur leikmaður sem skapar nýja vídd í okkar leik. Birkir er kominn með flotta reynslu þar sem hann hefur spilað fjölda leikja með uppeldisfélagi sínu, flottur karakter og duglegur leikmaður sem smellur vel inn í okkar hugmyndir. Við Snorri höfum mikinn áhuga og metnað að koma Njarðvíkurliðinu sem allra lengst og passar Birkir vel inn í þann metnað okkar. 

Við bjóðum Birki Frey velkomin í okkar raðir.

Mynd/ Rafn, Birkir Freyr og Snorri Már

aefingaleikur-i-grindavik2 aefingaleikur-i-grindavik

Þessar tvær myndir eru frá æfingaleik milli Grindavík og Njarðvík sumarið 2008 en liðin mættust á laugardagsmorgni í landsleikjahléi. Fjórir ungir leikmenn úr 3. flokki fengu þá að koma inná í fyrsta skipti í leik með meistaraflokki en þetta voru þeir Andri Fannar Freysson, Birkir Freyr Sigurðsson, Óttar Norðfjörð Agnarsson og Arnór Ingvi Traustason.