Njarðvíkurstelpur Landsmótsmeistarar 13-14 áraPrenta

Körfubolti

Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Njarðvíkurstelpur í aldursflokki 13-14 ára höfðu sigur á mótinu. Liðið vann alla sína leiki á mótinu með myndarlegum styrk frá Rebekku úr Grindavík og Emmu í KR. Aðrir leikmenn sigurliðsins voru frá Njarðvík en það voru þær Lovísa Grétarsdóttir, Krista Gló Magnúsdóttir, Ásdís Hjálmrós, Helena Mjöll, Emelía Ósk og Karlotta Ísól. Til hamingju með sigurinn Njarðvíkurstelpur!

Úrslit hjá Njarðvíkurstelpum 13-14 ára

Njarðvíkurstelpur 22 – 16 Breiðablik
Njarðvíkurstelpur 46 – 14 Snæfell
Njarðvíkurstelpur 34 – 6 Dreamteam
Njarðvíkurstelpur 28 – 25 Kefgirlz
Njarðvíkurstelpur 38 – 14 Dætur Þorlákshafnar
Njarðvíkurstelpur 46 – 12 Spurningamerki og Fálkar

Njarðvík var einnig með lið í flokki 11-12 ára stúlkna, þær unnu þrjá leiki og töpuðu þremur á mótinu.

Mynd/ Sigurlið Njarðvíkurstelpna í flokki 13-14 ára.