Njarðvík tekur á móti ÍR í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram 25. umferðin í Subwaydeild kvenna og það þýðir að eftir kvöldið eru aðeins þrjár umferðir eftir af sjálfri deildarkeppninni og þá tekur við úrslitakeppnin. Eftir helgina varð ljóst að það verða Keflavík, Valur, Haukar og Njarðvík sem munu skipa úrslitakeppnina þetta árið.

Í kvöld mætast Njarðvík og ÍR í Ljónagryfjunni kl. 19:15 en ÍR situr á botni deildarinnar með 2 stig og þarf að vinna restina af leikjum sínum og stóla á að Blikar tapi rest til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Þá með þeim átta stigum sem eftir eru í pottinum á aðeins eftir að skýrast hvernig toppliðin þrjú Haukar, Valur og Keflavík munu raða sér í sætin. Við Njarðvíkingar verðum í 4. sæti, það er staðfest og mætum því deildarmeisturum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar rétt eins og á síðustu leiktíð.

Með hækkandi sól eykst fjörið í Ljónagryfjunni – hlökkum til að sjá ykkur í kvöld. Áfram Njarðvík!

#FyrirFánann