Njarðvík styrkir stöðu sína á toppi deildarinnarPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið gerði góða ferð norður til Grenivíkur og sigruðu þar heimamenn í Magna 1-2 í tólftu umferð 2.deildar karla.

Liðið er því enn ósigrað eftir 12 umferðir með 11 sigra og 1 jafntefli. Markatalan er 41-9.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn liðinu í öðru sæti deildarinnar, Þrótti Reykjavík, en Njarðvík eru með 8 stiga forskot á þá fyrir leikinn og geta styrkt stöðu sína enn frekar með sigri.
Leikurinn er á föstudaginn, 22. júlí og hvetjum við alla Njarðvíkinga til að fjölmenna og styðja sitt lið í þessum toppslag.

Áfram Njarðvík!