Njarðvík-Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Subway-deild kvenna er hafin á ný eftir landsleikjahlé og í kvöld er komið að Ljónynjum að fá nýliða Snæfells í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.

Fyrir leik kvöldsins eru Hólmarar á botni deildarinnar án sigurs en Njarðvík að berjast við toppinn með 10 stig eins og Valur og Stjarnan en Grindavík vermir 2. sæti með 12 stig og Keflavík á topnum með 14.

Við hvetjum Njarðvíkinga til að mæta í Gryfjuna og eiga með okkur gott sunnudagskvöld þar sem okkar konur freista þess að klifra upp stöðutöfluna síbreytilegu.

Áfram Njarðvík