Njarðvík semur við Elías Bjarka til næstu tveggja áraPrenta

Körfubolti

Elías Bjarki Pálsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið og er það mikið gleðiefni. Elías, sem er 18 ára, hefur ekkt langt að sækja hæfileikana en foreldrar hans og bróðir hafa öll verið leikmenn Njarðvíkur.

Elías er mikið efni og lék með U18 ára landsliði Ísland síðasta sumar og hefur einnig verið valinn í U20 landsliðið í sumar. Hann var á venslasamningi í vetur hjá Hamri og náði sér í góða reynslu ásamt því að æfa og spila með Njarðvík.

„Fyrir mér er Elías einn allra efnilegasti og mest spennandi ungi leikmaðurinn á landinu. Hann er með rétta hugafarið og vinnusemina sem þarf til að ná langt. Hann er með hátt þak og hann á eftir að koma sterkur til leiks eftir sumarið”, sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðsins í skýjumum með undirskriftina.

Mynd/ Elías Bjarki og Halldór Karlsson formaður KKD UMFN