Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Rétturinn ehf hafa endurnýjað samstarfs- og styrktarsamning sinn fyrir komandi veislu í úrvalsdeildunum í körfubolta.
Rétturinn ehf hefur verið á meðal fremstu samstarfsaðila deildarinnar síðustu ár en fyrirtækið býður upp á hollan og góðan heimilismat í hádeginu alla virka daga.
Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Magnús Þórisson eigandi á Réttinum undirrituðu samninginn á dögunum.
Nýr samningur við Réttinn er hollt og gott veganesti inn í átökin sem eru framundan en bæði Njarðvíkurliðin leika í úrvalsdeildunum á komandi vetri og því nóg við að vera í Ljónagryfjunni þetta tímabilið.