Njarðvík mætir Fjölni í Dalhúsum í kvöldPrenta

Körfubolti

Heil umferð fer fram í Subwaydeild kvenna í kvöld en það er sautjánda umferð deildarinnar. Ljónynjur leggja leið sína í höfuðstaðinn og mæta Fjölni í Dalhúsum kl. 19:15. Okkar konur hungrar í stig og að koma lestinni aftur á sporið eftir fjögur deildartöp í röð.

Við að sjálfsögðu hvetjum Njarðvíkinga til að gera sér ferð í Dalhús og styðja vel við liðið af pöllunum, sjötti maðurinn er mikilvægur í stúkunni! Fyrir leik kvöldsins eru grænar í 4. sæti deildarinnar með 16 stig en Fjölnir í 6. sæti með 8 stig. Liðin hafa til þessa mæst í tvígang þar sem Njarðvík hafði sigur í báðum leikjum, fyrst 84-95 á útivelli og svo 92-67 á heimavelli.

Staðan í deildinni