Njarðvík Lengjubikarmeistarar B deildar 2022Prenta

Fótbolti

Njarðvík varð í gærkvöldi Lengjubikarmeistarar B deildar eftir sigur gegn ÍR í úrslitaleik.

Leikurinn sem fór fram á ÍR vellinum endaði að loknum venjulegum leiktíma 1-1. Magnús Þórir Matthíasson kom Njarðvíkingum yfir eftir vítaspyrnu á 58. mínútu áður en ÍR jöfnuðu á 90. mínútu leiksins með marki beint úr aukaspyrnu.
Engin framlengin var heldur haldið beint í vítaspyrnukeppni þar sem leikar enduðu 6-5 fyrir Njarðvíkingum og bikarinn því heim í Njarðvíkurnar.

Sannarlega skemmtileg leið til að enda undirbúningstímabilið sem hefur gengið mjög vel, ásamt því að liðið er komið í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem þeir munu mæta Keflavík í lok maí.
Framundan er síðan fyrsti deildarleikur sumarsins nk. laugardag, þann 7. maí kl 14:00 á Þróttaravelli gegn Þrótti Reykjavík.

Við hvetjum fólk til að mæta þangað og hvetja strákana í átt að góðri byrjun á knattspyrnusumrinu.

Áfram Njarðvík!