Njarðvík-KR 89-100Prenta

Körfubolti

Okkar menn mættu KR í hörkuspennandi leik í Ljónagryfjunni í kvöld en eftir jafnan fyrri hálfleik náðu KR-ingar að síga fram úr með góðri frammistöðu í þeim síðari. Með sigrinum fór KR í 24 stig en Keflavík getur endurheimt toppsætið með sigri á botnliði Hattar á Egilsstöðum annað kvöld.

Michael Craion skoraði 28 stig fyrir KR og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson skilaði einnig frábærum tölum en hann var með tólf stig, fjórtán stoðsendingar og sex stoðsendingar.

Haukur Helgi Pálsson var með 23 stig og Jeremy Atkinson var með sautján stig.

Sjá nánari tölfræði hér