Njarðvík – Keflavík í kvöld kl 19:15Prenta

Körfubolti

Enn eitt tímabilið og líkast til það síðasta í Ljónagryfjunni hefst í kvöld þegar nágrannar okkar úr Keflavík koma í heimsókn í Subwaydeild kvenna. Liðunum tveimur var spáð efstu sætum deildarinnar fyrir mót og því má allt eins búast við hörku leik. Miklar breytingar á liði okkar og spennandi tímabil framundan. Mætum hress og fersk í nýtt tímabil og hvetjum liðið til dáða. Áfram Njarðvík!!