Njarðvík tryggð sér í gærkvöldi farseðilinn inn í 16-liða úrslit í Geysisbikarkeppni karla eftir 68-81 sigur á Hetti á Egilsstöðum. Kyle Williams var stigahæstur með 17 stig og 8 fráköst.
Jón Arnór Sverrisson var framlagshæsti maður vallarins í gær með 24 framlagspunkta en hann gerði 11 stig í leiknum, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og var 3/3 í þriggja.
32 liða úrslitum Geysisbikarsins er ekki lokið en síðasti leikurinn er 8. nóvember þegar Þór Akureyri b og Keflavík mætast. Í kvöld mætast Selfoss og Tindastóll og svo Haukar og Þór Þorlákshöfn.
Þessi lið eru komin í 16-liða úrslit:
Álftanes, Reynir Sandgerði, Sindri, Njarðvík, Grindavík, Breiðablik, Þór Akureyri
Þessi lið sátu hjá í 32 liða úrslitum og fóru beint inn í 16-liða úrslit
Fjölnir, Ármann, Valur, KR, Stjarnan og Vestri
Þessi lið eiga eftir að spila í 32 liða úrslitum
Selfoss-Tindastóll – í kvöld
Haukar – Þór Þorlákshöfn – í kvöld
Þór Akureyri b – Keflavík – 8. nóvember