Njarðvík-Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 19:15 í Subway-deild kvenna. Þetta er fjórði leikur liðsins í deildinni en Njarðvík lá naumlega gegn Keflavík í fyrstu umferð en hefur síðan þá unnið Breiðablik og Hauka.

Fyrir leik kvöldsins sitja Grindvíkingar á toppi deildarinnar ásamt Keflavík, liðin hafa unnið alla sína þrjá leiki til þessa en sigrar Grindavíkur komu gegn Fjölni, Snæfell og Val svo það er von á alvöru Reykjanesrimmu í haustlægðinni.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja grænar til sigurs, áfram Njarðvík!