Njarðvík-Breiðablik 19:15 í kvöld!Prenta

Körfubolti

Leikdagur í Ljónagryfjunni. Meistaraflokkur karla tekur á móti Breiðablik kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld og það er opið hús. Þetta verður fyrsti leikurinn hjá Ivey, Matasovic og Robinson en þeir komu til landsins á sunnudaginn fyrir viku og liðið hefur verið við stífar æfingar síðan.

Kristinn Pálsson verður ekki með okkar mönnum þar sem hann er staddur í Noregi með íslenska landsliðinu en þeir léku þar í gær og höfðu tveggja stiga sigur og leika síðari leikinn í dag.

Á fimmtudaginn halda strákarnir svo til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Solna en þar munu þeir dvelja við æfingar og keppni til sunnudags.

#ÁframNjarðvík