Njarðvík 2-1 Haukar: Fjórði á fimmtudag og umfjallanir helstu miðlaPrenta

Körfubolti

Njarðvík tók í gærkvöldi 2-1 forystu gegn Haukum í úrslitum Subwaydeildar kvenna með glæsilegum 69-78 sigri í Ólafssal í Hafnarfirði. Aliyah Collier átti svaðalegan leik með 38 stig og 20 fráköst og í annað sinn í seríunni sem hún nær 30/20 tvennu. Þar með heldur Collier áfram að skrifa söguna en í seríunni varð hún fyrsta konan til að ná þessari tvennu og nú sú fyrsta til þess að ná henni í tvígang í úrslitum Íslandsmóts kvenna!

Auk þess að vera með 38 stig og 20 fráköst þá var Collier einnig með 60% þriggja stiga nýtingu, 15/18 í vítum, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot sem gáfu henni 44 framlagspunkta. Lavina De Silva var næst í röðinni með 17 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar og þá bætti Vilborg Jónsdóttir við 8 stigum, 4 stoðsendingum og 4 fráköstum.

Fjórði leikurinn verður í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 28. apríl þar sem Ljónynjur eiga séns á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sjötti maðurinn í stúkunni skiptir öllu máli – mætum græn! Fimmtudagurinn verður flottur í Ljónagryfjunni, hamborgarar frá kl. 18:15 og leikur hefst kl. 19:15. Andlitsmálun fyrir alla krakka, trommusveitin hvítu ljónin kennir öllum krökkunum stuðningsmannalögin og síðan arka þau út á gólf og mynda skjaldborg utan um upphitun liðsins.

Við eigum von á góðum gesti því sjálfur forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað komu sína í Gryfjuna og við mun öll taka einstaklega vel á móti forsetanum. Allir iðkendur Njarðvíkur fá frítt inn á leikinn og foreldrar/forráðamenn með 2-1 tilboð af miðakaupum.

Við minnum einnig á þriðja leik Njarðvíkur og Tindastól annað kvöld, miðvikudaginn 27. apríl og biðjum fólk um að kanna þessa frétt hér sérstaklega varðandi miðasölu fyrir leikinn.

Helstu umfjallanir um Njarðvík 2-1 Haukar:

Myndasafn (JBÓ)

Karfan.is: Njarðvík einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í 10 ár

VF.is: Ljónynjurnar einum sigri frá Íslandsmeistaratitli

Vísir.is: Njarðvík í kjörstöðu eftir enn einn útisigurinn

Mbl.is: Njarðvík einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Við styðjum Njarðvík!