Njarðvík 2-0 KR: Umfjallanir helstu miðla eftir leikPrenta

Körfubolti

Njarðvík tók í gær 2-0 forystu gegn KR í 8-liða úrslitum Subwaydeildar karla. Lokatölur leiksins voru 67-74 eftir talsverða glímu.

Dedrick Basile heldur áfram að spila eins og herforingi en í gær var hann með 25 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Mario Matasovic hélt áfram að klukka tvennur með 15 stig og 14 fráköst.

Þriðji leikurinn verður í Ljónagryfjunni 12. apríl kl. 18.15. Sigur í þeim leik kemur okkar mönnum í undanúrslit og þá dugir ekkert annað en smekkfull Ljónagryfja og þið getið stólað á að það verða brakandi ferskir borgarar í boði, bolir og geggjað kvöld á heimili hörkunnar.

Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir eftir leik:

Karfan.is: Njarðvík stillti KR upp við vegg – Geta komist áfram í undanúrslitin með sigur í Ljónagryfjunni á þriðjudag.

Mbl.is: Njarðvík í kjörstöðu eftir góðan sigur á KR

Vísir.is: Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu

Mynd með frétt/ Bára Dröfn – Græna hjörðin lét vel í sér heyra í DHL-Höllinni.