Njarðvíkurljónin minnkuðu muninn í 2-1 í undanúrslitum gegn Tindastól í kvöld. Lokatölur 93-74 og framundan er því leikur 4 í Síkinu á laugardag.
Nico Richotti var stigahæstur í kvöld með 25 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst og 73% skotnýtingu í ofanálag. Alls voru fimm leikmenn með 10 stig eða meira og næstur Nico var Dedrick Basile með 14 stig, 6 stoðsendingar og 9 fráköst. Þá verður ekki annað sagt um Ólaf Helga Jónsson en að þar fari sannur stríðsmaður, þvílík innkoma!
í þessum rituðu orðum er verið að vinna að því að skipuleggja sætaferðir norður á laugardag. Við flytjum frekari fréttir af því síðar en leiðin liggur til Skagafjarðar á laugardag. Við mætum græn!
Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir um leik kvöldsins:
Mbl.is: Njarðvíkingar minnkuðu muninn