Njarðvík 1-0 KR: Leikur tvö á laugadagPrenta

Körfubolti

Græn Ljónagryfja og sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Lokatölur gegn KR í gær voru 99-90 þar sem Fotis gerði 28 stig og tók 8 fráköst, Dedrick Basile bætti við 18 stigum og 8 stoðsendingum og Nico Richotti var flottur með 14 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Mario byrjaði með læti í leiknum, alley up og svo þristur strax í næstu sókn og við tókum í stýrið. Staðan 48-40 í hálfleik en snemma í síðari komst KR í forystu. Í fjórða setti Haukur Helgi sterkan þrist og kom okkur í 89-79 þegar innan við þrjár mínútur voru til leiksloka. Það dugði til að halda KR fjarri og lokatölur 99-90.

Staðan er því 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Það er ljóst að við verðum að fjölmenna í Vesturbæinn á laugardag og láta vel í okkur heyra. Leikurinn verður kl. 20:15 þann 9. apríl í DHL-Höllinni.

Tölfræði leiksins

Myndasafn – Skúli

Viðtal við Dedrick eftir leik

Umfjöllun helstu miðla um leikinn

MBL.is: Njarðvík lagði KR í einvígi stórliðanna

Vísir.is: Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

Karfan.is: Njarðvík tók forystuna í Ljónagryfjunni

VF.is: Njarðvík vann fyrsta leikinn