Níu Njarðvíkingar í áframhaldandi úrtaksæfingum landsliðannaPrenta

Körfubolti

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið næstu æfingahópa sína fyrir áframhaldandi úrtaksæfingar sem framundan eru í febrúar. Það eru yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023. Að þessu sinni eru níu Njarðvíkingar boðaðir á áframhaldandi æfingar.

Um er að ræða um áframhaldandi hópa hjá liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 17.-19. febrúar en U18 lið stúlkna æfir helgina 11.-12. febrúar og í kjölfarið eftir þá æfingar í byrjun mars verða loka 16 manna U16 og U18 liða hópar og 20 manna lokahópar U15 liða valdir fyrir verkefni sumarsins.

U15 stúlkna
Ásta María Arnardóttir · Njarðvík
Hólmfríður Eyja Jónsdóttir · Njarðvík
Hulda María Agnarsdóttir · Njarðvík
Kristín Björk Guðjónsdóttir · Njarðvík
Sara Björk Logadóttir · Njarðvík

U15 drengja
Patrik Joe Birmingham · Njarðvík

U16 drengja
Heimir Gamalíel Helgason · Njarðvík

U18 stúlkna
Dzana Crnac · Njarðvík
Rannveig Guðmundsdóttir · Njarðvík

Frétt KKÍ má í heild sinni lesa hér.

Mynd/JBÓ: Heimir Gamalíel Helgason U16 drengja.