Nick Kaajimolen gengur til liðs við Njarðvík út keppnistímabilið 2023.
Nick er 22 ára gamall hollenskur hafsent sem hefur á ferli sínum leikið í B- og C-deild á Kýpur auk þess að hafa spilað í Svíþjóð eftir að hafa alist upp í Hollandi.
Nick er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leyst stöðu hafsentar og miðjumanns og er ætlað að hjálpa þétta raðirnar hjá Njarðvíkurliðinu fyrir síðustu 4 leiki tímabilsins þar sem baráttan um að halda sæti okkar í deildinni er mikil.
Knattspyrnudeildin býður Nick hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!