Nettómótið 2.-3. mars í ReykjanesbæPrenta

Körfubolti

Hið árlega Nettómót fer fram í Reykjanesbæ helgina 2.-3. mars næstkomandi. Mótið er stærsta körfuboltamót landsins þar sem yngstu iðkendur leiksins koma saman í veglegri umgjörð á móti sem setur svo sannarlega skemmtilegan svip á bæjarbraginn. Skráning er þegar hafin!

Að ýmsu er að huga í aðdraganda verkefnis af þessari stærðargráðu enda leikjafjöldi gríðarlegur og öflugir sjálfboðaliðar hafa í nægu að snúast í aðdraganda móts og á meðan framkvæmdinni stendur. KarfaN hagsmunafélag unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Njarðvíkur og Keflavíkur stendur að mótinu.

Eins og margir þekkja nú orðið þá fyrir utan alla körfuboltaleikina eru bíóferðir, sund, kvöldvaka og samverustundir í blómlegum bæ. KarfaN hagsmunafélag vill því hvetja fólk og fyrirtæki í Reykjanesbæ að taka helgina frá og taka vel á móti gestum mótsins en þeir skipta þúsundum. Á síðasta ári voru þátttakendur 1100 talsins og foreldrar/forráðamenn enn fleiri.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér