Naumur sigur gegn Hvíta riddaranumPrenta

Fótbolti

Njarðvík hóf leik í Lengjubikarnum í kvöld þegar við tókum á móti Hvíta riddaranum í Reykjaneshöll. Riddararnir voru baráttuglaðir frá upphafi til enda og veittu okkur góða keppni. Gestirnir voru fyrr til að skora eftir þróf í vítateignum á 18 mín. Arnór Björnsson náði að jafna á 25 mín og staðan jöfn í hálfleik.

Brynjar Freyr Garðarsson fékk brottvísun á 50 mín eftir að hafa stöðvað andstæðing sem var komin inn fyrir vörnina. Njarðvíkingar sóttu fast að marki Riddaranna og á 77 mín komst Sigurður Þór Hallgrímsson á auðan sjó og sendi boltann framhjá markverðinum í netið. Við vorum óheppnir að ná ekki að setja þriðja markið svona til að taka spennuna út þessu, en sigur og þrjú stig uppskeran. Við eigum að geta leikið miklu betur en við náðum að sýna í kvöld. Næsti leikur okkar er eftir viku í Reykjaneshöll þegar KV kemur í heimsókn í annari umferð.

Nokkrir leikmenn voru að leika sína fyrstu mótsleiki með Njarðvík en það voru þeir Arnór Björnsson, Birkir Freyr Sigurðsson, Daniel Cabrera, Hörður Fannar Björgvinsson Jón Veigar Kristjánsson, Sigurður Þór Hallgrímsson. Allir þessir leikmenn hafa verið að leika með okkur æfingaleiki að undanförnu.

Hörður Fannar Björgvinsson markvörður gekk til liðs við okkur í vikunni frá KR og bjóðum við hann velkomin til okkar.

Leikskýrslan Njarðvík – Hvíti riddarinn

Mynd/ markaskorar kvöldsins Sigurður Þór og Arnór

20170302_202721 (2)

Hörður Fannar Björgvinsson