Naumt tap á SelfossiPrenta

UMFN

Njarðvík er úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið eftir 2 – 1 tap á Selfossi i kvöld. Sex breytingar á byrjunarlið frá síðasta leik á laugardaginn en gott að hafa breidd þar sem stutt er í næsta leik. Jafnræði var með liðunum í kvöld og við vorum ekkert hræddir við að sækja á heimamenn. Engin dauðafæri fóru forgörðum í leiknum en oft hart barist um allan völl. Eina mark fyrrihálfleik gerði Theodór Guðni Halldórsson fyrir Njarðvik úr vítaspyrnu á 39 mín eftir að brotið var á honum.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum en heimamenn lögðu allt í að jafna og það tókst á 53 mín. Liðin skiptust á að sækja og á 84 mín kom sigurmarkið eftir fyrirgjöf fyrir markið komst sóknarmaður Selfoss inní sendinguna og breytti stefnunni í markið. Njarðvíkingar gerðu harða hríða að marki Selfoss án árangurs. Leiknum lauk með sigri Selfoss 2 – 1.

Leikmenn okkar eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu í kvöld og nú er bara að hvíla lúinn bein og safna kröftum fyrir fyrsta heimaleik sumarsins gegn ÍR á föstudaginn kl. 19:00.

Leikskýrslan Selfoss – Njarðvík

IMG_4799 (2)

IMG_4803 (2)

IMG_4775 (2)

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld