Næstsíðasti heimaleikurinn fyrir áramót: Njarðvík-KR í kvöld!Prenta

Körfubolti

Í kvöld lýkur níuundu umferð í Subwaydeild karla þegar KR kemur í heimsókn í Ljónagryfjuna. Leikurinn hefst kl. 20:!5 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Við hvetjum grænu ljónahjörðina til að fjölmenna á pallana enda næstsíðasti heimaleikur okkar manna fyrir áramót!

Eins og flestum er kunnugt eru viðureignir Njarðvíkur og KR fyrir löngu orðnar sögulegar og alltaf mikil skemmtun á ferðinni. Þó staða liðanna sé ólík í deildinni þá er Subwaydeildin gríðarlega jöfn í ár og spennandi og því hvert stig mikilvægt.

Hlökkum til að sjá ykkur í Ljónagryfjunni í kvöld!

#ÁframNjarðvík