Mót hjá yngri flokkum félagsins um helgina – 8.flokkur stúlkna og drengja með fremstu liðum landsinsPrenta

Körfubolti

8.flokkur stúlkna og drengja voru í eldlínunni í fjölliðamótum um helgina, bæði lið í A riðli.

Stelpurnar unnu alla leiki sína í A riðli sem haldinn var í Grindavík og enduðu í efsta sæti riðilsins. Á laugardeginum unnu þær Stjörnuna og Keflavík en á sunnudeginum Grindavík og KR. Með sigrinum er möguleiki á að úrslitahelgi flokksins verði á heimavelli Njarðvíkur í Ljónagryfjunni.

Strákarnir spiluðu heima í Ljónagryfjunni og enduðu í öðru sæti A riðils. Njarðvík sigraði KR B og tapaði fyrir Stjörnunni á laugadeginum, þeir sigruðu svo Hött á sunnudagsmorgun og unnu svo KR A í síðasta leik mótsins og tryggðu sér annað sætið.

Einnig voru minnibolti 10 ára drengja og stúlkna að keppa í fjölliðamótum um helgina. Njarðvík var með þrjú lið í minnibolta stúlkna og tvö lið í minnibolta drengja. Allir stóðu sig vel og voru félaginu til sóma í mótum helgarinnar.