Eva Margrét Falsdóttir með Íslandsmet meyja.
Metamót ÍRB í 25m laug fór fram 19. desember og í 50 m laug 20. desember. Afar góður árangur náðist á mótunum. á fyrra mótinu féllu alls 14 innanfélagsmet, þar af var eitt af þeim Íslandsmet meyja í 50m bringusundi.
Eva Margrét Falsdóttir bætti þar með ÍRB met Erlu Daggar Haraldsdóttur frá árinu 2000.
Gömul met féllu í bringusundinu í kvöld, í 50m bringusundi í meyjaflokki eins og áður sagði og í 100m bringusundi stúlknaflokki.
Þeir sem settu met í kvöld voru:
Eva Margrét Falsdóttir, 100m fjór(ÍRB/Kef), 50m skr(ÍRB/Kef) og 50m bringa(ÍRB/Kef/ Ísl) Íslandsmet meyja frá Erlu Dögg Haraldsdóttur frá 2001.
Karen Mist Arngeirsdóttir 100m bringa (ÍRB/Nj), met frá Írisi Eddu Heimisdóttur frá 2001.
Katla María Brynjarsdóttir 400m skr (Nj) 800mskr (ÍRB/Nj)
Fannar Snævar Hauksson 50m skr (Nj)
Denas Kazulis 400m skr(Nj)
Á seinna mótinu, í 50 m laug gerði Eva Margrét Falsdóttir sér lítið fyrir og sló annað Íslandsmet meyja, einnig í 50 m bringusundi. Hún bætti jafnframt innanfélagsmetið í 100m baksundi í meyjaflokkki í 50m laug. Innilega til hamingju Eva Margrét Falsdóttir!
Úrslit mótanna: