Mjólkurbikarinn, Njarðvík mætir Hvíta riddaranumPrenta

Fótbolti

Njarðvík mætir Hvíta riddaranum úr Mosfellsbæ í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn kemur. Hvíti riddarinn vann í dag Kormák/Hvöt 4 – 1 en liðin mættust á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Njarðvík hefur tvisvar leikið við Hvíta riddarann áður, fyrst 2009 í VISA bikarnum (3 – 0 sigur) og svo 2017 í Lengjubikarnum (2 – 1 sigur).

Leikurinn fer fram á fimmtudaginn kemur þann 18. apríl kl. 14:00 á Varmárvelli (gerfigras)

Mjólkurbikarinn 2019