Þá er komið að 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og við förum á Framvöll í Safamýri. Þetta er spennandi viðureign því bæði liðin eiga eftir að mætast tvisvar í viðbót í sumar í Inkasso deildinni og gott að takast á við Framara fyrir upphaf mótsins. Fram sló út Ými í 2. umferð á sama tíma og við lékum við Hvíta riddarann.
Við hvetjum okkar fólk að fjölmenna í Safamýrina og hvetja strákanna áfram til sigurs.
Síðustu viðureignir
Njarðvík og Fram hafa mæst alls átta KSÍ mótsleikjum fyrst árið 1983 í 1. deild, þar af þrisvar á síðasta ári.
Sigur | Jafntefli | Tap | Mörk | ||
B deild | 4 leikir | 0 | 2 | 2 | 2 6 |
Bikarkeppni | 2 leikir | 0 | 1 | 1 | 1 2 |
Deildarbikar/Lengjubikar | 2 leikir | 0 | 0 | 2 | 3 9 |
0 | 3 | 5 |
Mjólkurbikarinn
FRAM – NJARÐVÍK
þriðjudaginn 30. apríl kl. 18:00
Framvöllur, Safamýri
Dómari; Helgi Mikael Jónasson
Aðstoðardómari; Steinar Stephensen
Aðstoðardómari; Elvar Smári Arnarsson
Eftirlistmaður; Jón Magnús Guðjónsson