Mikilvægur sigur gegn HaukumPrenta

Fótbolti

Það var mikill baráttuleikur á Ásvöllum í kvöld þegar við heimsóttum Hauka, frá upphafi til enda var allt á fullu og barist um hvern bolta. Njarðvíkingar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og voru fyrr til að skora en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. En á 40 mín komum við boltanum aftur í netið og það var Brynjar Freyr Garðarsson sem skoraði. Staðan 0 – 1 í hálfleik.

Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í seinnihálfleik staðránir í að jafna leikinn en á 67 mín misstu þeir mann útaf  með rautt eftir að hann hafði fellt Kenny sem var komin á auðan sjó. Það var svo á 87 mín sem Haukar ná að jafna en markskotið fór af varnarmanni okkar og breytti stefnu framhjá Róbert í markinu. Miðjan var tekin og boltinn berst til Arnórs Björnssonar sem er komin inní vítarteiginn og hann lætur vaða, bylmingskot í slánna og inn og staðan orðin 1 – 2 á 88 mín. Fögnuður okkar manna var gríðalegur enda menn búnir að missa niður í sumar leiki í jafntefli og töp í blálokin. Það sem eftir var af leiknum reyndu Haukar að jafna en menn voru yfirvegaðir og héldu út.

Þessi sigur í dag var sannkallaður vinnusigur fyrir okkar lið eftir tvö töp gegn ÍA og Þór A. Allir leikmenn voru að leggja sig fram og voru einbeittir á að taka stig í Hafnafirði í kvöld.

Næsti leikur er gegn Fram á sunnudaginn kemur á Laugardalsvelli kl. 14:00.

Mynd/ Arnór fagnar marki sínu

Leikskýrslan Haukar – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – viðtal við Andra Fannar
Inkasso deildin – staðan

Myndirnar eru úr leiknum, fleiri myndir er að finna á Facebooksíðu deildarinnar