Mikill fjöldi verðlauna á Fjölnismóti, Karen Mist stigahæstPrenta

Sund

Sundfólkið okkar stóð sig afar vel og vann fjöldan allan af verðlaunum á Fjölnismótinu um helgina. Mótið verður okkar fólki örugglega minnisstætt vegna þess að færa þurfti seinniparts mótshlutann yfir á sunnudagsmorguninn, vegna þess að laugin hélt ekki vatni😂

Sundmennirnir voru félaginu til mikils sóma um helgina hvort sem var í keppni framkomu eða umgegni.
Nokkrir sundmenn náðu ÍM 50 lágmörkum og nokkrir náðu AMÍ lágmörkum.
Jafnframt varð Karen Mist Arngeirsdóttir varð stigahæst kvenna á mótinu.

Til hamingju með flotta helgi sundmenn ÍRB 🏆💪🏊🏊
Áfram ÍRB 😊