Miðasala á þriðja leik hefst á morgun!Prenta

Körfubolti

Þriðja viðureign Njarðvíkur og Tindastóls fer fram miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst kl. 20.15 og gerum við fastlega ráð fyrir að uppselt verði á viðburðinn. Af þeim sökum vill stjórn KKD UMFN taka eftirfarandi fram við stuðningsmenn.

Miðasala fyrir stuðningsmenn Tindastóls fer fram í Stubbur app og verður opnað fyrir miðasöluna á morgun 26. apríl kl. 19.00. Miðasala fyrir stuðningsmenn Njarðvíkur verður ekki í Stubbur-app heldur í formi forsölu í Ljónagryfjunni frá kl. 17.-19 á morgun.

Óseldir miðar eftir kl. 19 á morgun fara allir inn á Stubbur-app. Við biðjum stuðningsmenn að vera vel vakandi og tryggja sér miða í tæka tíð. Búist er við að ekki verði hægt að kaupa miða á leikinn í Ljónagryfjunni á leikdegi, miðvikudag.

#ÁframNjarðvík