Massi sigrar á Bikarmóti KRAFTPrenta

Lyftingar

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyfingum fór fram laugardaginn 20.nóvember s.l.
Massi átti 9 keppendur á mótinu:

69 kg flokkur kvk
1.sæti
Íris Rut Jónsdóttir með 145 – 82,5 – 155. Samanlagt 382,5 kg og Íslandsmet í hnébeygju!


76 kg flokkur kvk
2. sæti
Elsa Pálsdóttir með 135 – 60 – 155. Samanlagt 350 kg. Íslandsmet í hnébeygju!


84 kg flokkur kvk
3. sæti
Þóra Kristín Hjaltadóttir með 137,5 – 77,5 – 150. Samanlagt 365 kg.


66 kg flokkur kk
1. sæti
Gunnar Ragnarsson með 130 – 85 – 170. Samanlagt 385 kg.


74 kg flokkur kk
2. sæti
Andri Fannar Aronsson með 155 – 102,5 – 160. Samanlagt 417,5 kg.


83 kg flokkur kk
2. sæti
Sindri Freyr Arnarsson með 220 – 160 – 242,5. Samanlagt 622,5 kg.

3. sæti
Hörður Birkisson með 170 – 100 – 195. Samanlagt 465 og Íslandsmet í hnébeygju og réttstöðulyftu!


93 kg flokkur kk
3. sæti
Benedikt Björnsson með 215 – 140 – 230. Samanlagt 585 kg.


120+ kg flokkur kk
1. sæti
Samúel Guðmundsson með 215 – 112,5 – 232,5. Samanlagt 560 kg og Íslandsmet í réttstöðulyftu!

Geggjað mót! Sumir að taka þátt á sínu fyrsta móti og aðrir reynsluboltar að koma loksins til baka eftir að Covid leyfði.

Þetta var fyrsta mótið hjá Andra og Gunnari sem að stóðu sig mjög vel og greinilega nóg af bætingum framundan hjá þeim báðum. Samúel er líka nýr í sportinu og byrjar með látum, slær Íslandsmet í réttstöðulyftu og með augun á fleiri met. Hörður sló metið í hnébeygju þegar hann tók 160 kg en bætti það svo aftur með 170 kg. Hann tók svo 195 kg í réttstöðulyftu sem gaf honum annað Íslandsmet. Magnaður ferill hjá Herði. Sindri Freyr reyndi við 170,5 kg í bekkpressunni sem hefði verið nýtt Íslandsmet en það reyndist of þungt en það verður tekið seinna! Hann bætti samanlagðan árangur sinn, 622,5 kg. Benedikt bætti samanlagðan árangurinn sinn frá því á síðasta móti og reyndi við 250 kg í réttstöðulyftu sem hefði gefið honum enn meiri bætingu en það kemur á næsta móti!

Íris Rut tók 143 kg í hnébeygju í annarri tilraun sem var nýtt Íslandsmet en hún bætti það aftur í tilraun nr. 3 með 145 kg! Hún bætti svo samanlagðan árangur sinn, 382,5 kg. Elsa Pálsdóttir setti nýtt Íslandsmet þegar hún lyfti 135 kg í hnébeygju. Hún reyndi við 140 kg í hnébeygju og 162,5 kg í réttstöðulyftu sem var of þungt þennan dag en kemur klárlega seinna!
Þóra Stína bætti sig í öllum lyftunum og samanlögðum árangri, 365 kg! Hún keppti svo aftur daginn eftir í kraftlyftingum í búnaði þar sem hún lyfti 140 – 77,5 – 152,5, samanlagt 370 kg. Þóra varð Bikarmeistari í kraftlyftingum!

Mótið var haldið af Kraftlyftingarfélagi Ármanns og þökkum við þeim kærlega fyrir flott mót við erfiðar aðstæður.

Þetta voru síðustu mót á árinu í mótaröð KRAFT sem telja til stiga í í liðakeppni. Massi tryggði sér 1. sætið í karla flokki og 3. sætið í kvenna flokki.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn um helgina og á árinu!

Streymi frá mótinu má finna hér
Myndir frá mótinu eru væntanlegar á facebook síðu Massa