Már þarf að fresta för á HMPrenta

Sund

Alþjóðaólympíuhreyfing Fatlaðra (IPC) ákvað á miðvikdaginn að fresta heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi og lyftingum vegna jarðskjálftanna í Mexíkó.

Okkar maður úr ÍRB, Már Gunnarsson hafði staðið í ströngu að undirbúa sig fyrir keppnina og stefndi á góðan árangur. Már náði lágmörkum í fimm greinum á mótið en ætlaði að keppa í fjórum. Landsliðsþjálfari í ferðinni átti að vera einn af okkar þjálfurum, Helena Hrund Ingimundardóttir, en nú er ljóst að ekkert verður af för þeirra á mótið.