Lokaleikurinn á þriðjudagPrenta

Körfubolti

Þriðjudaginn 21. mars næstkomandi fer fram lokaumferðin í Domino´s-deild kvenna þar sem Njarðvík fær Hauka í heimsókn í Ljónagryfjuna kl. 19:15.

Þetta verður síðasti leikurinn á tímabilinu hjá kvennaliðinu og því tilvalið að fjölmenna og styðja þær til sigurs í síðasta leik. Þetta unga og efnilega lið landaði 20 stigum á tímabilinu og ætla sér á eftir tveimur í viðbót í lokaumferðinni.

#ÁframNjarðvík