Lokahóf yngri flokka KKD Njarðvíkur í Ljónagryfjunni í dagPrenta

Körfubolti

Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fer fram kl. 17.00 í Ljónagryfjunni. Allir flokkar félagsins mæta þar sem minibolti 11 ára og yngri fær afhent viðurkenningarskjöl fyrir veturinn. Eldri flokkar verða í verðlaunaafhendingu og að henni lokinni verða venju samkvæmt afhentir hinir eftirsóttu Áslaugar- og Elfarsbikarar til efnilegustu leikmanna félagsins.

Hlökkum til að taka á móti iðkendum í Ljónagryfjunni í dag og að sjálfsögðu lokum við vetrarstarfinu með grilluðum pylsum á leið inn í sumarið.

Áfram Njarðvík!