Lokahóf 2. flokks, Vilhjálmur Kristinn leikmaður ársinsPrenta

Fótbolti

Lokahóf 2. flokks fór fram í kvöld í sal deildarinnar í Vallarhúsinu. Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson var valinn leikmaður ársins en hann lék alla leiki flokksins á starfsárinu. Ísak John Ævarsson fékk viðurkenningu fyrir framfarir, Vilhjálmur Kristinn fyrir æfingarsókn og Atli Haukur Brynleifsson var valin besti félaginn.

Flokkur tók þátt í Bikarkeppni 2. flokks, Faxaflóamótinu og C deild Íslandsmótsins. Það var vitað fyrir fram að á brattann væri að sækja en með dugnaði og þrjósku var haldið áfram með verkefnið sem var bakkað upp af drengjum úr 3. flokki. Deildin ákvað að halda þessu verkefni úti til að freista þess að ná að byggja upp fyrir sumarið 2018. Það eru fjölmargir strákar á þessum aldri til að búa til gott fótboltalið. Nú er komið sumarfrí hjá strákunum en við byrjum aftur á ný í lok október.

Þjálfarar flokksins voru þeir Jón Ásgeir Þorvaldsson og Þórir Rafn Hauksson og þökkum við þeim fyrir þeirra vinnu og þolinmæði.

Mynd/ Vilhjálmur Kristinn ásamt þeim Þóri Rafn og Jóni Ásgeir

IMG_9942
Ísak John Ævarsson ásamt þjálfurum

IMG_9944

Atli Haukur Brynleifsson ásamt þjálfurm