Logi í úrvalsliði Domino´s-deildarinnar 2016-2017Prenta

Körfubolti

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í dag þar sem Logi Gunnarsson var valinn í úrvalslið Domino´s-deildar karla tímabilið 2016-2017. Við hófið var Jón Arnór Stefánsson valinn besti leikmaður tímabilsins.

Logi sem nýverið endurnýjaði samning sinn við okkur í Njarðvík var með 20 stig, 2,5 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Hér má sjá nánar af lokahófi KKÍ