Ljónynjurnar lyftu sér upp í 2. sætið fyrir jólafríPrenta

Körfubolti

Keppni í 1. deild kvenna fyrir jólafrí lauk í kvöld þar sem Ljónynjurnar höfðu góðan 73-63 sigur gegn ÍR. Með sigrinum er kvennalið Njarðvíkur í 2. sæti yfir jólahátíðina með 12 stig. Fjölnir vermir toppsætið með 14 stig eftir 8 leiki, Njarðvík í 2. sæti með 12 stig eftir 9 leiki og Grindavík í 3. sæti með 10 stig eftir 7 leiki. Jólafríinu lýkur 5. janúar þegar Njarðvík tekur á móti Þór Akureyri 16:30 í Ljónagryfjunni.

Hvað leik kvöldsins varðar þá tók það Njarðvík talsverðan tíma að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum en grunnurinn að sigrinum var lagður í 3. leikhluta sem Njarðvík vann 28-17. Vilborg Jónsdóttir var atkvæðamest okkar kvenna með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar og þá bætti Eva María Lúðvíksdóttir við 14 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiksins
Myndasafn

Mynd/ JBÓ – Vilborg fór mikinn í kvöld.