Ljónynjur leika í Smáranum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Breiðablik í Subwaydeild kvenna í kvöld kl. 19:15. Heil umferð er á ferðinni en þetta er tólfta umferð deildarinnar. Fyrir umferðina í kvöld er Njarðvík í 4. sæti með 14 stig en Blikar í 7. sæti með 4 stig. Þá verður forvitnilegt að fylgjast með þegar Isabella Ósk mætir aftur á sinn gamla heimavöll í Smáranum eftir að hún skipti yfir í Ljónagryfjuna fyrir skemmstu.

Fyrir kvöldið er óhætt að segja að heitustu og köldustu lið deildarinnar um þessar mundir séu að mætast. Njarðvík með þrjá sigra í röð í deild en Blikar hafa tapað síðustu fimm leikjum í röð.

Þess má geta að Lavinia Da Silva er ekki með Njarðvík í kvöld og verður ekki meira með fyrir jól vegna meiðsla en nánar verður fjallað um meiðsli hennar á eftir.
Fjölmennum í Smárann og styðjum okkar konur til sigurs – tvö mikilvæg stig í boði í jafnri og spennandi deild.

#ÁframNjarðvík