Ljónin lögðu bikarmeistara StjörnunnarPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann í gærkvöldi öflugan 91-83 sigur á VÍSbikarmeisturum Stjörnunnar í Subwaydeild karla. Okkar menn tóku frumkvæðið frá fyrstu mínútu og leiddu á kafla með 20 stiga mun.

Mario Matasovic var atkvæðamestur okkar manna með 25 stig og 10 fráköst og með sterkt framlag á báðujm endum vallarins. Næstur í röðinni var Maciej Baginski með 20 stig og 2 fráköst og Dedrick Basile bætti við 14 stigum, 9 stoðsendingum og 5 fráköstum.

Magnaður liðssigur í fjarveru Hauks Helga Pálssonar og Veigars Páls Alexanderssonar. Við fengum smá byltu í þriðja þegar Fotis fór úr húsi eftir að hafa fengið högg á annað augað. Fotis hlaut aðhlynningu eftir leik en er á batavegi og horfur góðar.

Myndasafn/ SBS

Næsti leikur er útileikur gegn ÍR þann 27. mars eða s.s. á morgun, sunnudag. Leikurinn fer fram í Hertz Hellinum í Breiðholti og hefst kl. 18:15.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir um leikinn

Mbl.is: Njarðvík áfram með í baráttunni

Mbl.is: Hrósa mínum mönnum fyrir hjartað sem þeir sýndu

Vísir.is: Bikarmeistararnir töpuðu í Ljónagryfjunni

Karfan.is: Ljónin rifu í sig bikarmeistarana

Karfan.is: Logi – það eru allir að verða betri