Ljónin komin í nýja búningaPrenta

Körfubolti

Nú styttist með hverjum deginum í leiktíðina 2019-2020 og Ljónahjörðin er í óðaönn við að undirbúa þátttöku sína í Íslandsmótunum. Kvennalið Njarðvíkur er á leið í næstu viku í æfingaferð erlendis og karlalið Njarðvíkur stendur í ströngu í þessum töluðu orðum á Icelandic Glacial mótinu og mætir Fjölni kl. 18:00 í Þorlákshöfn í kvöld.

Á komandi tímabili verða Njarðvíkurliðin í nýjum búningum sem stjórn og leikmenn höfðu hönd í bagga við að hanna og hér á meðfylgjandi mynd má sjá útkomuna en myndina prýða þau Jón Arnór Sverrisson, Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Helena Rafnsdóttir og Mario Matasovic leikmenn meistaraflokka félagsins.

Karlaliðið klæðist nýju búningunum strax í kvöld í leiknum gegn Fjölni og kvennaliðið brýtur þá snyrtilega saman ofan í ferðatöskuna fyrir utanlands- æfingaferðina sína. Bráðlega mun Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur setja upp sérstaka gátt svo stuðningsmenn geti keypt sér búninginn en hann verður aðeins fáanlegur í fullorðinsstærðum, M, L, XL, XXL o.sv.frv.

Það er góðvinur okkar Halldór Einarsson í Henson sem að sjálfsögðu framleiðir búningana fyrir Njarðvíkurljónin en deiildin hefur átt í farsælu samstarfi við Henson til fjölda ára.

Nýr búningur KKD UMFN 2019-2020