Ljónin af stað í kvöld!Prenta

Körfubolti

Keppni í Domino´s-deild karla hófst á nýjan leik í gærkvöldi þar sem KR lagði ÍR og í kvöld er komið að ljónunum okkar í Njarðvík sem halda Suðurstrandarleiðina og mæta Þór Þorlákshöfn kl. 18.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Um er að ræða elleftu umferð deildarinnar og að henni lokinni hefst síðari umferðin og þá mæta KR-ingar í Njarðtaksgryfjuna.

Í augnablikinu eru Þórsarar hans Lalla Jóns í 2. sæti deildarinnar með 14 stig ásamt KR og Stjörnunni og hafa unnið 7 leiki en tapað 3. Ljónin eru í 5. sæti með 5-5 og unnu góðan sigur á ÍR fyrir landsleikjahléið. Það eru tvö stór og mikilvæg stig í boði í hverri einustu umferð í svona jafnri deild svo okkar menn þurfa allan þann stuðning sem hægt er að veita. Áfram Njarðvík!