Leiktíðinni lokið: Undanúrslit þetta sinniðPrenta

Körfubolti

Leiktíðinni er lokið hjá Ljónynjum í Subwaydeild kvenna eftir 3-1 ósigur gegn Keflavík í undanúrslitarimmu deildarinnar. Fjórði og síðasti leikur liðanna fór fram í Ljónagryfjunni í gær þar sem Keflavík fór með stóran sigur af hólmi.

Þar með er fimmtu úrslitakeppni kvennaliðs Njarðvíkur í sögunni lokið og af þessum fimm ferðum í úrslitakeppnina frá því að hún hófst árið 1993 hefur Njarðvík í tvígang orðið Íslandsmeistari. Það gerir 40% árangur í úrslitakeppninni.

Eftir deildarkeppnina í vetur var Njarðvík í 4. sæti og mætti því Keflavík í fyrstu umferðinni sem varð deildarmeistari. Haukar og Valur eigast nú við í hinni úndanúrslitaseríunni og er staðan 2-2 þar og mun Ólafssalur því skarta enn einum oddaleiknum í úrslitakeppninni en síðasti oddaleikur sem þar fór fram er okkur Njarðvíkingum enn í fersku minni.

Líkt og hjá flestum liðum fengu okkar konur sinn skerf af meiðslapakkanum og Lavinia var lengi frá vegna meiðsla á leiktíðinni. Þá var það ansi stórt og þungt högg að missa Collier í meiðsli í úrslitakeppninni en nú fær meistaraflokkurinn góða hvíld og að henni lokinni verða blýantar yddaðir og nýjar grunnteikningar gerðar í höfuðstöðvunum.

Árangur og þátttaka kvennaliðs Njarðvíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar kvenna:

2003: Keflavík 2-0 Njarðvík – undanúrslit
2011: Keflavík 3-0 Njarðvík – úrslit
2012: Njarðvík 3-1 Haukar – úrslit (fyrsti titill kvennaliðsins)
2022: Njarðvík 3-2 Haukar – úrslit (annar titill kvennaliðsins)
2023: Keflavík 3-1 Njarðvík – undanúrslit

Staðan að lokinni deildarkeppni kvenna í Subwaydeildinni 2022-2023:

Stjórn og starfsfólk vill þakka Njarðvíkingum, fólki og fyrirtækjum, kærlega fyrir stuðninginn við kvennaliðið á tímabilinu. Án ykkar væri þessi skemmtilga barátta á meðal þeirra bestu ekki til staðar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í undanúrslitum karla sem hefjast á næstu dögum. Hér að neðan má svo sjá allan hóp vetrarins ásamt þjálfurum og fagteymi:

Njarðvík, Subwaydeild kvenna 2022-2022:

Lavinia Joao Gomes Da Silva
Isabella Ósk Sigurðardóttir
Hulda María Agnarsdóttir
Dzana Crnac
Raquel De Lima Viegas Laneiro
Emma Adriana Karamovic
Eva María Lúðvíksdóttir
Kristín Björk Guðjónsdóttir
Lovísa Bylgja Sverrisdóttir
Þuríður Birna Björnsdóttir Debes
Krista Gló Magnúsdóttir
Kamilla Sól Viktorsdóttir
Aliyah A’taeya Collier
Anna Lilja Ásgeirsdóttir
Erna Hákonardóttir
Bríet Sif Hinriksdóttir
Sara Björk Logadóttir
Ása Böðvarsdóttir-Taylor
Rannveig Guðmundsdóttir
Katrín Ósk Jóhannsdóttir
Andrea Dögg Einarsdóttir
Rúnar Ingi Erlingsson
Lárus Ingi Magnússon
Daníel Guðni Guðmundsson
Einar Jónsson
Rafn Alexander Júlíusson

Þess má geta að ungir og efnilegir leikmenn stigu sín fyrstu úrvalsdeildarspor á leiktíðinni en það voru þær Rannveig Guðmundsdóttir sem kom aftur til Njarðvíkur frá Paterna, Hulda María Agnarsdóttir, Sara Björk Logadóttir og Kristín Björk Guðjónsdóttir.

#ÁframNjarðvík #FyrirFánann