Leiktíðin hefst í kvöld! Grannaslagur af bestu sortPrenta

Körfubolti

Subwaydeild kvenna fer af stað með látum hjá ríkjandi meisturum okkar í Njarðvík þegar þær leika sinn fyrsta leik í Blue-Höllinni gegn Keflavík kl. 20:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur tímabilsins fór fram í gær þar sem Valur tók Breiðablik í kennslustund.

Eins og margir eflaust vita hafa orðið nokkrar breytingar á liði okkar Njarðvíkinga frá síðasta tímabili. Vilborg Jónsdóttir, Helena Rafnsdóttir og Lára Ösp Ásgeirsdóttir hafa allar nú komið sér fyrir í Bandaríkjunum við háskólanám. Þá er Diane Diéné einnig róin á önnur mið. Sumarið færði okkur þó nýja leikmenn en þeir eru Raquel Laniero, Bríet Sif Hinriksdóttir, Erna Hákonardóttir og Andrea Dögg einarsdóttir (sjá leikmannahóp Njarðvíkur).

Líkt og á síðustu leiktíð er Rúnar Ingi Erlingsson við stjórnartaumana og með honum til halds og trausts er Lárus Ingi Magnússon.

Við vonum að Njarðvíkingar fjölmenni á völlinn í kvöld og styðji grænar til sigurs – sjötti maðurinn í stúkunni getur oft gert gæfumuninn! Þá verður fyrsti heimaleikurinn í Ljónagryfjunni þann 28. september næstkomandi kl. 18:15.

Subwaydeild kvenna: 21. september
Keflavík – Njarðvík
Blue-Höllin kl. 20:15