Leikjadagskrá Powerade bikarsins – Njarðvík með 3 flokka í úrslitumPrenta

Körfubolti

á vefsíðu KKÍ er komin leikjadagskrá fyrir næstkomandi helgi en munu allir flokkar leika sína úrslitaleiki í Laugardalshöllinni í ár. Njarðvík á 3 flokka í ár í úrslitum en það eru 9. fl kvenna, stúlknaflokkur og drengjaflokkur. Við óskum þessum flokkum til hamingju með árangurinn sinn. Ljóst er að Njarðvík hefur efnilega leikmenn í yngri flokkum sem sýnt hafa mikla eljusemi og dugnað til þess að komast á þann stall sem þeir eru í dag. 9. fl kvenna spilar á föstudaginn klukka 18:00 en drengjaflokkur og stúlknaflokkur leika á sunnudaginn kl 16:00 (drengjaflokkur) og svo kemur stúlknaflokkurinn strax á eftir klukkan 18:00. Við hvetjum alla stuðningsmenn nær og fjær að mæta og styðja okkar fólk til sigurs

Áfram UMFN!