Landsbankinn spilar með Njarðvík í veturPrenta

Körfubolti

Arnar Hreinsson útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ og Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur undurrituðu nýverið nýjan samstarfs- og styrktarsamning. Við nýja samninginn verður Landsbankinn áfram einn af helstu samstarfsaðilum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

Samstarf bankans og Njarðvíkur hefur nú varað til nokkurra ára og eflist með hverri leiktíðinni. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hvetur alla til þess að fylgjast grannt með á næstunni þegar nýjir búningar félagsins verða kynntir til leiks en okkar menn í Landsbankanum verða áberandi þar.